FRÁBÆR FYRSTA EIGN
Lögð verður áhersla á byggja vistvænar íbúðir í fallegu umhverfi.
Forgang að kaupum á íbúðum hafa einstaklingar á aldrinum 18-40 ára.
Meðalstærð íbúðanna er um 67 fermetrar og um 80% íbúða eru stúdíó, 2ja og 3ja herbergja íbúðir.
SKOÐA SAMÞYKKTA OG INNSIGLAÐA AÐALUPPDRÆTTI
Smelltu á myndirnar til að skoða eða sækja teikningarnar.
JÖFURSBÁS 9B
Afstöðumynd
og byggingarlýsing
JÖFURSBÁS 9B
Grunnmynd
kjallari & 1. hæð
JÖFURSBÁS 9B
Grunnmynd
2.-4. hæð
JÖFURSBÁS 9B
Sneiðingar
JÖFURSBÁS 9B
Útlit
SKOÐA SKILALÝSINGU
JÖFURSBÁS
Skilalýsing
UM HVERFIÐ
Gufunesið er nýjasta hverfi Reykjavíkur og byggir á verðlaunatillögu hollensku arkitektastofunnar Jvantspijker og Felixx sem árið 2016 hreppti fyrstu verðlaun um Gufunessvæðið. Þar kemur fram framtíðarsýn að Gufunes eigi að verða eins konar ventill fyrir ungt fólk sem kýs grósku og borgarbrag í stað úthverfa. Lögð verður áhersla á að nýta umhverfisgæði og staðaranda sem grunn að samfélagi þar sem tækifæri, hagkvæmni og upplifun verða í forgrunni.
Markmið félagsins er að byggja hagkvæmar og vistvænar íbúðir fyrir ungt fólk.
Félagið mun m.a. leggja áherslu á eftirfarandi þætti:
- Íbúðirnar eru byggðar úr timbureiningum, í bland við steinsteypt mannvirki, sem skapar vistvænabyggð.
- Í hönnunarferlinu var lögð áhersla að nýta vel alla fermetra og að skipulag íbúða sé hagkvæmt.
- Allar íbúðirnar uppfylla skilyrði að hægt er að sækja um hlutdeildarlán hjá HMS.
- Lögð verður áhersla að nota vistvænt og vottað byggingarefni
- Gert er ráð fyrir loftskiptakerfi í öllum íbúðum sem eykur gæði lofts og húsnæðis.
- Lögð verður áhersla á flokka úrgang á byggingarstað.

UM VERKIÐ
EIGENDUR OG SAMSTARFSAÐILAR
Gestur Ólafur Auðunsson er formaður stjórnar Hverfisins Gufunes ehf. Hann er reyndur byggingaverktaki í byggingarverkefnum erlendis og hérlendis. Gestur Ólafur er húsasmíðameistari að mennt. Gestur Ólafur byggði m.a. Landsbankahúsið á Hellissandi og hefur byggt fjölbýlishús fyrir húsnæðismálastofnun á Selfossi og Raufarhöfn. Einnig hefur hann annast byggingarverkefni fyrir Reykjavíkurborg og Rafveitu Reykjavíkur.
Hilmar Steinar Sigurðsson er framkvæmdastjóri Hverfisins Gufunesi ehf. og hefur unnið að umsýslu og stjórnun á byggingarverkefnum frá árinu 2009 bæði erlendis og hérlendis. Hilmar er er viðskiptafræðingur með MBA gráðu frá HÍ.
Teiknistofa Arkitekta tók þátt í samkeppninni um verkefnið og sinnir jafnt byggingar- og skipulagsmálum og leggur áherslu á persónulega, góða og skilvirka þjónustu. Áhersla er lögð á fagleg og vönduð vinnubrögð í samræmi við kröfur og væntingar viðskiptavina svo og lög og reglugerðir um byggingar- og skipulagsmál.
Verkfræðistofan Vektor teiknar og hannar burðarvirki timburs.
Verkfræðistofan Efla hannar allar lagnir og burðarvirki steypu í kjallara og lyftuhúsi.
Verkfræðistofan Mannvit annast hönnun varðandi hljóð og bruna.
NÚTÍMALEG HÖNNUN
Áhersla er á vandaða hönnun og góða rýmisnýtingu íbúðanna sem eru af fjórum gerðum; stúdíó, tveggja, þriggja og fjögurra herbergja. Íbúðir á þriðju hæðinni eru tveggja hæða íbúðir með svölum á báðum hæðum. Þrír stiga- og lyftukjarnar eru í íbúðarhúsunum þremur.
Húsin eru hönnuð í nútímalegum stíl með viðhaldsfríum álklæðningum á þaki og veggjum. Timburklæðningar eru á svölum og í anddyri. Gluggar og hurðir verða klæddir með áli að utanverðu og timbri innanhús. Markmiðið er að húsin séu að mestu viðhaldsfrí. Aðlaðandi og nútímaleg hönnun á íbúðum eru mikilvægir eiginleikar til að hverfið heppnist og verði vinsælt meðal ungs fólks og ungra fjölskyldna.
Íbúðarhúsin mynda garðrými fyrir skjólgott svæði fyrir leikvöll og grasflatir ásamt stæðum fyrir hjól.
INNRÉTTINGAR OG EFNISVAL
– Innréttingar verða frá viðurkenndum aðilum hérlendis eða erlendis og verður lögð áhersla á hagkvæmar og vandaðar innréttingar.
– Baðherbergi eru flísalögð.
– Loftskiptakerfi verður í öllum íbúðum sem eykur mikið lífsgæði íbúa.
ÁÆTLUÐ VERÐ ÍBÚÐA
Söluverð miðast við útlhutunarreglur Reykjavíkurborgar og verðin breytast mánaðarlega miðað við byggingavísitölu.
Kaupverðið tengist byggingarvísitölu og leiðréttist endanlega við afsalsuppgjör
Við auglýsum verðið miðað við að byggingarvísitala verði 200 stig í maí 2025 við afhendingu. Hagstofa Íslands birtir ný gildi byggingavísitölu mánaðarlega. Athugaðu að 200 stig er ágiskun. Kannski verður hún lægri, kannski hærri. Byggingavísitalan er í október 2024 193,2 stig. Við teljum það meira upplýsandi að auglýsa verð sem er nær því að verða endanlegt verð, en að miða við 193,2 stig.
Nánari upplýsingar um söluverð íbúða og tilboðsgerð er hjá fridjon@miklaborg.is.
Nánari upplýsingar um hlutdeildarlán.
UMBOÐ MEÐ SÖLU ÍBÚÐA
Friðjón Örn Magnússon hjá Fasteignasölunni Mikluborg er með umsjón um sölu íbúða í Hverfinu Gufunesi. Hægt er að hafa samband við Friðjón á netfangið fridjon@miklaborg.is eða í síma 692-2704. Friðjón Örn er löggiltur fasteignasali og með B.A í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands.
Miklaborg er framúrskarandi fyrirtæki árið 2022 og skv. mælikvörðum Creditinfo í sérflokki í fasteignasölu á Íslandi.
ÁÆTLUÐ VERKLOK
Uppbyggingu á landi Hverfisins Gufunesi verður skipt upp í 3 áfanga, samtals 65 íbúðir.
– Jöfursbás 9A – 14 íbúðir eru seldar og hafa verið afhentar nýjum eigendum
– Jöfursbás 9B – 24 íbúðir verða kynntar til sölu í nóvember 2024 og afhending er áætluð vorið 2025
– Jöfursbás 9C – 27 íbúðir áætlað er að framkvæmdir hefjist í ársbyrjun 2025 og áætluð afhending er sumarið 2026.
GET ÉG KEYPT ÍBÚÐ – HVER ERU SKILYRÐIN?
- Ert þú 18-40 ára?
- Ert þú að kaupa fasteign í fyrsta sinn eða hefur ekki átt eign í 5 ár? (sjá reglur um fyrstu kaupendur hjá www.rsk.is)
- Ert þú búin að undirbúa greiðslumat hjá banka eða bráðabirgðagreiðslumat?
- Átt þú a.m.k. 5-15% eigið fé til að brúa kaupin (ef þú færð t.d. 85% lán).
- Ert þú búin að kanna lánamöguleika þína hjá lífeyrissjóð og eða banka og þú ræður við verkefnið? Athugaðu möguleikann á notkun séreignarsparnaðar til kaupa á fasteign hjá þínum lífeyrissjóði.
- Átt þú rétt á hlutdeildarláni frá HMS sjá nánar hlutdeildarlan.is
HVERNIG BER ÉG MIG AÐ VIÐ AÐ KAUPA ÍBÚÐ?
Þetta er aðeins óhefðbundið – þú getur ekki bara keypt í fyrstu atrennu. Lögfræðingur eða fulltrúi Reykjavíkurborgar mun draga út með hlutkesti úr öllum þeim sem sækja um að vilja kaupa. Miklaborg mun svo hafa samband og láta þá vita sem eru dregnir út.
- Ert þú búin að kynna þér teikningar á vefsíðunni og verðin hjá Miklaborg?
- Ert þú með gögnin klár og veist að þú ræður við kaupin?
- Það verður gerð sýningaríbúð sem þú getur skoðað í lok ársins.
- Sækja um íbúð hjá fridjon@miklaborg.is ef þú hefur áhuga að sækja um eina eða fleiri en eina íbúð.
Vistvæn byggð
Grundvallaratriði í sjálfbærni byggingar er að byggingin sé endingargóð og sveigjanleg fyrir mismunandi þarfir sem skapast á notkunartíma hennar sem og að rými séu nýtt vel. Ástæða þessa er að ein veigamestu umhverfisáhrif byggingariðnaðarins stafa af vinnslu hráefna og framleiðslu byggingarefna.
Horft verður til notkunar mannvirkjaeininga þar sem við á í bland við hefðbundnar byggingaraðferðir sökkla og neðstu gólfplötu, enda er slíkt liður í því að draga úr myndun byggingarúrgangs og stytta framkvæmdatíma.
Endingargóð byggingarefni draga sömuleiðis úr neikvæðum umhverfisáhrifum sem skapast vegna framleiðslu byggingarefna. Varðandi val á byggingarefnum skiptir máli að líta til góðrar endingar og jafnfram því að umhverfisáhrif byggingarefnanna yfir vistferil byggingarinnar séu sem minnst. Byggingarúrgangur er einnig stærsti einstaki úrgangsflokkurinn í Evrópu og má áætla að sama gildi hér á landi. Í þessu verkefni er hugað að því að nýta rými á eins hagkvæman hátt og mögulegt er.
Gert ráð fyrir að léttir veggir muni vera úr timbri sem hefur lægra kolefnisspor en samsvarandi steyptur veggur. Einangrunarefni í veggjum verður steinull, sem hefur lægra kolefnisspor en XP plast einangarunarefni. Klæðningarefni verða af ýmsum gerðum en bæði verða notuð timburklæðningarefni og álklæðningar. Horft verður til umhverfiseiginleika yfir allt vistferli byggingarinnar við val á klæðningaefni sem og að efnin séu viðhaldslétt.
Einnig verður stuðlað að vistvænum samgöngum með hjólageymslu, öruggum göngu- og hjólaleiðum að byggingunum og aðstöðu fyrir deilibílakerfi.

UMSÓKNIR
Til að sækja um íbúð hjá Hverfinu Gufunesi má senda póst á
fridjon@miklaborg.is
Fylgstu með nýjustu fréttum af Hverfinu Gufunesi á Facebook.

HAFÐU SAMBAND
Ekki hika við að hafa samband til að fá nánari upplýsingar á netfangið hverfid@hverfidgufunes.is